Dead or alive
Dead or alive er videó spilakassaleikur frá Net ent fyrirtækinu sem hefur gefið út marga góða leiki. Þemað í leiknum líkt og í vestra frá 1960 þar sem spilarinn er staddur í kúrekabæ með vindmillum og gamaldags pöbb. Kúrekamyndaþemað er toppað með tónlistinni sem hljómar og gefur það leiknum ákveðinn útlagablæ. Í hvort skipti sem hjólunum er snúið kemur hljóð frá spenntri byssu og þegar veðmálum er breytt þá þá heyrist hljóð í svipu. Þrátt fyrir að vera einn af elstu leikjum Net ent þá heldur hann vel í við þá nýju og ætti enginn að vera svikinn af þessum leik.
Í leiknum eru 5 hjól og 9 línur til að veðja á. Í upphafi er spilarinn kynntur fyrir mismunandi táknum eins og kúrekastígvélum, skotglösum og löggumerki svo eitthvað sé nefnt, allt til þess að tengja betur við útlagaþemað. Hægt er að stjórna veðmáli frá 0,01 evru á línu upp í 0,5 evru en hæst mögulega veðmál í snúning er 18 evrur. Með max bet takkanum kemstu í þessa upphæð samstundis og auto takkinn leyfir spilaranum að spila allt að þúsund sinnum í röð ótruflað.
Spilarar ættu að leitast eftir að fá wanted plaggat á skjáinn því hægt er að skipta því tákni út fyrir allt annað. Ef upp koma 5 slík á virka línu þá er spilarinn búinn að vinna jackpot vinninginn sem er 1500 evrur svo lengi sem hámarks upphæð var lögð undir. Einnig er hægt að vinna fría snúninga í þessum leik og eru þeir virkjaðir þegar wanted plaggat af kúreka birtist. Mest er hægt að fá 12 fría snúninga í einu.
Dead or alive lítur kannski ekki út fyrir að vera mikið fyrir augað í upphafi en grafíkin og þemað heldur velli ansi vel. Enginn ætti að vera svikinn af þessum leik og er hægt að spila hann í öllum Net ent spilavítum á netinu.