Spilakassar

Núna geturðu spilað uppáhalds spilakassaleikinn þinn heima hjá þér

Núna geturðu spilað alla helstu spilakassaleikina þína í þægindum heima hjá þér í tölvunni, spjaldtölvunni eða farsímanum. Spilavíti á netinu gerir þetta allt mögulegt í nokkrum einföldum skrefum. Spilakassar eru gríðarlega stór hluti af spilavítum og koma um 70% af tekjum alvöru spilavíta frá þeim. Nú er líka boðið upp á spilakassa á netinu svokallaða slot games, þar sem allir 18 ára og eldri geta spilað.

Saga spilakassa

Fyrsti spilakassinn leit dagsins ljós í New York árið 1891 þegar bareigandi einn tók sig til og bjó hann til. Vinsældirnar létu ekki á sér standa og brátt var hægt að finna slíkt tæki á flestum börum í New York. Á þessum tímum borgaði kassinn ekki út í peningum, þess í stað var t.d. hægt að fá frían bjór fyrir rétta samsetningu. Ansi mikið hefur gerst síðan þá og margir reynt að betrumbæta spilakassana. Allir þeir sem á eftir komu voru hannaðir með upphaflegan spilakassa í huga þrátt fyrir að tæknin hafi breytt þeim svo um munar. Í dag er erfitt að finna bar þar sem ekki hefur verið komið upp spilakassa fyrir viðskiptavinina.

Hvernig virka spilakassar á netinu?

Til þess að skrá þig þarftu að eiga kredikort. Skráningin er tiltölulega auðveld þar sem þú fyllir út upplýsingar og setur inn kreditkortanúmer. Þú ræður sjálf/ur upphæð sem þú leggur inn á reikninginn í upphafi og getur síðan alltaf tekið út þína inneign sem verður þá lögð inn á uppgefið kreditkort. Spilakassar á netinu eru ekki mikið frábrugðnir þeim sem eru á barnum í hverfinu þínu. Þú leggur undir ákveðna upphæð og ef þú færð rétta samstæðu af myndum eða spilum þá vinnurðu ákveðna upphæð. Upphæðin er mismunandi eftir spilakössum og hversu mikið þú lagðir undir. Í flestum spilakössum er líka möguleiki á að vinna ofurpottinn að svokallaðan jackpot. Framboðið af spilakössum á netinu er líka mun meira en á barnum í hverfinu þínu.

Eru spilavíti á netinu örugg?

Já það eru þau. Útkoman í spilakössum er ákveðin af háþróuðu reikniriti sem ákvarðar hvaða myndir birtast á skjánum. Þetta er ekki ólíkt raunverulegum spilakössum í dag sem stjórnað er af tölvum. Tölvan eða reikniritið býr til möguleika á hverri sekúndu sem birtist síðan þegar þú ákveður að spila leikinn. Það sama á við þinn reikning hjá spilavítunum. Fyllsta öryggis er gætt þegar kemur að þínum reikningi og vinningsupphæð. Fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af öryggi síðanna frekar en öryggi í heimabankanum sínum.

Að því sögðu er þó öruggast að velja að versla við stóru og þekktu spilavítin. Til er ógrynni af spilavítum sem reyna að lokka til sín spilara með gylliboðum. Þumalputtareglan er sú að ef tilboðið hljómar of gott til að vera satt þá er það oft raunin.

Hvað er spilakassa bónus?

Spilakassa bónus er sérstakt einkenni í spilakassanum og er mismunandi fyrir hvern og einn leik. Bónusinn er virkjaður þegar ákveðin samsetning spila kemur upp. Stundum er bónusinn fríar umferðir í spilakassanum þar sem vinningsupphæð er margfölduð. Í öðrum tilfellum fær spilarinn að velja úr ákveðnum myndum á skjánum og fyrir aftan hverja valmynd er ákveðin upphæð eða fríar umferðir, allt eftir því hvaða leik er verið að spila. Flestir spilarar stefna að því að komast í þessar bónusumferðir því þar geturðu unnið pening hraðar en venjulega.

Lögmæti spilakassa á Íslandi

Þrátt fyrir að rekstur spilavíta á Íslandi sé ekki löglegur þá eru spilakassar undanskildir þeim lögum. Í dag eru spilakassar í flestum sjoppum og börum á Íslandi og oftar en ekki reknir undir merkjum SÁÁ. Þrátt fyrir að spilakassar á netinu séu í flestum tilfellum reknir sem hluti af spilavítum þarf ekki að hafa áhyggjur af lögmæti starfseminnar. Öll starfsemi og gagnaver spilavíta á netinu er hýst í löndum þar sem þau eru lögleg og engin hætta á að íslensk stjórnvöld fari að skipta sér af fjárhættuspilun einstaklinga á netinu. Einnig eru merki um að stjórnvöld fari á næstunni að leyf starfsemi spilavíta af einhverju tagi á Íslandi.