Lottó

Nú geturðu spilað lottó á netinu. Lottó er í raun lögleg veðmál og eitt af fáum sem hægt er að stunda á íslandi. Lottó er yfirleitt rekið af stjórnvöldum en oft er þó lagt bann á að selja börnum lottómiða. Lottó var mestmegnis bannað í evrópu og bandaríkjunum frá fyrri heimsstyrjöldinni að seinni heimsstyrjöldinni. Mörg lönd sáu þetta þá sem góðar tekjur í stað hærri skatta sem eru alltaf óvinsælir meðal almennings. Á Íslandi er lottóið rekið af íslenskum getraunum sem er að mestu í eigu íþrótta og ólympíusambands Íslands og öryrkjabandalagsins.

Fyrstu heimildir um lottómiða eru frá Kína frá því fyrir krist og er talið að tekjurnar sem sköpuðust þar hafi t.d. verið notaðar til að reisa kínamúrinn. Rómverjar voru síðan með lottó þar sem allir unnu en það má segja að þar hafi aðallega hefðarfólk verið að skiptast á gjöfum. Hollendingar eiga heiðurinn að elsta lottó leiknum eins og við þekkjum hann í dag. Þeir nýttu tekjur af lottóinu til að hjálpa fátækum og byggja upp bæji.

Svona virkar leikurinn

Það eru til margar mismunandi gerðir af lottó. Miðinn sem er keyptur úti í búð er einfaldasta formið þar sem þú kaupir t.d. 10 raðir og bíður síðan eftir drættinum á laugardegi og vonar að tölurnar á miðanum þínum komi upp. Komi þínar tölur upp þá færðu prósentu af tekjum af miðasölunni þá vikuna. Venjuleg prósenta er 50%.

Lottóin eru þó ansi mörg utan landsteinanna og ef þú bætir við þeim sem eru á netinu eða lotto online eru möguleikarnir nær endalausis. Yfirleitt má gera ráð fyrir því að því hærri sem vinningurinn er því minni eru sigurlíkurnar. Einstaklega auðvelt er að kaupa sér miða á netinu. Þar eru daglegir leikir sem hægt er að taka þátt í og líka gullpottar eða svokallaðir jackpot en þar eru möguleikar á að vinna stjarnfræðilegar upphæðir. Snögg leit á netinu býður upp á óteljandi valmöguleika og með einföldum leiðum er hægt að kaupa sér miða á svipstundu. Öll höfum við heyrt um einstaklinginn sem vann tugi milljóna með einum lottómiða.

Spilavíti á netinu eru mýmörg og eru alltaf að reyna að laða til sín nýja viðskiptavini. Þannig er ekki ólíklegt að þau bjóði nýjum viðskiptavinum upp á bónus þegar stofnaður er reikningur. Þannig er oft hægt að tvöfalda þá upphæð sem lögð er inn til að byrja með. Einnig bjóða sum spilavíti upp á fría spilapeninga. Þá er hægt að spila leikina án þess að leggja alvöru pening undir en að sama skapi vinnur þú þá ekki alvöru pening. Þetta er góð leið til að æfa sig og komast að því hvaða leikur hentar best en í sumum tilfellum eru sigurlíkur þó mun hærri þegar ekki er lagður alvöru peningur undir.

Spilavíti eru ólögleg á Íslandi enn sem komið er en ýmsir veðmálaleikir eru þó undanþegnir þessu eins og lottó. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að spila hina ýmsu leiki í spilavítum á netinu vegna þess að starfsemi þeirra er öll skráð í löndum þar sem spilavíti eru lögleg.