Blackjack

Einn vinsælasti leikur spilavítanna nú á netinu

Allir kannast við spilið blackjack eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku enda er þetta eitt vinsælasta spil í heiminum. Spilið á rætur að rekja til Spánar og eru fyrstu heimildirnar um spilið frá árinu 1601. Vinsældir spilsins náðu til Bandaríkjann þar sem það var spilað í spilavítum og varð fljótt eitt af vinsælustu spilum spilavítanna þar í landi. Til þess að laða spilara að leiknum var boðið upp á bónus sem var tíföld útborgun á vinning ef spilarinn fékk spaðaás og svartan gosa. Þaðan kemur nafnið blackjack. Þrátt fyrir að bónusinn sé fyrir löngu horfinn hefur nafnið haldist og í dag á blackjack við allar hendur sem innihalda ás og tíu eða mannspil burtséð frá sort.

Svona virkar leikurinn

Markmið spilarans er að komast eins nálægt 21 og hægt er án þess að fara yfir, ef þú færð spil sem telja 22 þá ertu sprunginn og tapar. Ásinn getur verið bæði 1 og ellefu, mannspil telja 10 og hin spilin taka það gildi sem er á þeim eins og sjöan gefur 7 stig og áttan 8 stig. Sort spilanna skiptir ekki máli.

Spilarinn er alltaf að spila á móti húsinu ( spilavítinu ). Sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Spilarinn keppir aldrei við aðra en húsið á meðan húsið getur keppt við nokkra spilara í einu.

Í upphafi leggur spilarinn undir ákveðna upphæð sem ekki er hægt að taka til baka. Í kjölfarið fær hann tvö spil og þarf að ákveða hvað sé best að gera í stöðunni. 4 möguleikar eru í boði.

  1. Fá annað spil ( Hit )
  2. Stoppa ( Stand )
  3. Tvöfalda veðmálið ( double down )
  4. Skipta spilunum ( split ) ef spilarinn er með 2 spil með sama gildi má hann skipta þeim í tvennt og spila tvöfalda hönd.

Eins og áður sagði þá má spilarinn ekki fara yfir 21, ef það gerist þá er hann búinn að tapa. Ef spilarinn er hins vegar með 21 eða minna og stoppar þá er komið að húsinu. Húsið heldur áfram þangað til það er búið að jafna gildi spilarans, en þá tapar enginn, eða þangað til húsið springur, fær hærra en 21. Þegar það gerist þá er spilarinn búinn að vinna það sem hann lagði út í upphafi til baka margfaldað með 2.5 sem þýðir að ef þú leggur 1 þúsund krónur undir færðu 2500 krónur til baka

Blackjack er mjög einfalt spil sem snýst aðallega um að geta reiknað út líkur. Ef þú ert góður í því er líklegt að þú getir unnið með reglulegu millibili.

Einnig er mun auðveldara að spila blackjack á netinu en í alvöru spilavítum. Blackjack online ( á netinu ) gengur mun hraðar fyrir sig og þú þarft ekki að deila borðinu með öðrum spilurum. Æfingin skapar meistarann og er auðvelt að æfa sig á netinu. Margar heimasíður bjóða upp á að spila fyrir spilapeninga þar sem þú ert ekki að leggja alvöru peninga undir. Þannig getur þú æft þig og lært að reikna líkurnar sem koma upp fyrir hverja hönd. Oft fást spilapeningar fyrir það að vinna í svona leikjum sem hægt er að nota sem alvöru peninga í spilavítum á netinu. Að auki bjóða flest netspilavíti upp á bónus fyrir fyrstu innborgun sem þýðir að ef þú leggur inn 10 þúsund krónur á reikning hjá þeim getur þú spilað fyrir 20 þúsund krónur.