Blackjack

Blackjack – einn vinsælasti leikur spilavítanna nú á netinu. Blackjack eða 21 eins og það er betur þekkt á íslensku ættu allir að kannast við enda er leikurinn gríðarlega vinsæll og mjög einfaldur í spilun. Þannig geta byrjendur prófað leikinn sem bíður upp á fínar líkur á sigri. Upphaflega spilað á Spáni en náði fljótt útbreiðslu í Bandaríkjunum upp úr 1600. Nafn spilsins, blackjack, má rekja til þess að spilarar fengur tífaldan vinning ef að upp kom spaðaás og annaðhvort spaða eða laufa gosi. Enn þann dag í dag er spilið kallað blackjack þrátt fyrir að í dag eru allar hendur sem innhalda ás og mannspil eða 10 kallað blackjack.

Svona virkar leikurinn

Öll spil hafa ákveðið tölugildi. Tvistur telur tvo og tía telur tíu, sama gildir um öll spil þar á milli. Mannspilin telja öll tíu en ásinn getur verið annaðhvort 1 eða 11. Spilarinn fær 2 spil á hendi í upphafi og þarf að ákveða hvort hann vilji fá nýtt spil eða stoppa. Markmiðið er að fá eins nálægt 21 og mögulegt er án þess að fara yfir. Ef spilarinn fær 22 eða hærra tapar hann. Hér spilar inn í hversu mikinn séns spilarinn tekur. vill spilarinn taka séns á að fá nýtt spil þegar hann er með t.d. 16 á hendi ? hér skiptir máli að geta lesið í tölfræðina þ.e. hversu líklegt er að springa við næsta spil. Góðir spilarar stoppa oft með lága hönd t.d. með tölugildi frá 13-16 og veðja á að spilavítið fái slæma hönd. Spilavítið vinnur alltaf á jöfnu þannig að forskotið er talsvert þó að klárir spilarar geti búið til hagnað.

Oft getur verið gott að spila nokkrir saman á borði gegn spilavítinu en þar getur spilavítið tapað fyrir nokkrum í einu og þarf að halda áfram þar til allir spilarar tapa eða þeir vinna.

Eins og áður sagði þá er líkindareikningur lykilkunnátta fyrir þá sem ætla að spila blackjack. Til að auðvelda spilið og útreikninginn þá sér spilarinn annað af tveimur spilum spilavítisins áður en hann gerir og getur metið möguleika sína út frá því. Ásinn er besta spilið því hann hefur tvö tölugildi. Fyrir lengra komna í leiknum þá er hægt að pæla í flóknari útkomum t.d. með því að tvöfalda veðmálið eða skipta spilunum. En það má gera ef spilari er með tvö eins spil á hendi í upphafi. Þannig tvöfaldarðu upphæð sem spilað er fyrir og einnig mögulegan hagnað.

Einnig er mun auðveldara að spila blackjack á netinu en í alvöru spilavítum. Blackjack online (á netinu) gengur mun hraðar fyrir sig og þú þarft ekki að deila borðinu með öðrum spilurum. Æfingin skapar meistarann og er auðvelt að æfa sig á netinu. Margar heimasíður bjóða upp á að spila fyrir spilapeninga þar sem þú ert ekki að leggja alvöru peninga undir. Þannig getur þú æft þig og lært að reikna líkurnar sem koma upp fyrir hverja hönd. Oft fást spilapeningar fyrir það að vinna í svona leikjum sem hægt er að nota sem alvöru peninga í spilavítum á netinu. Að auki bjóða flest netspilavíti upp á bónus fyrir fyrstu innborgun sem þýðir að ef þú leggur inn 10 þúsund krónur á reikning hjá þeim getur þú spilað fyrir 20 þúsund krónur.