Gonzos Quest
Gonzo’s quest er einn af flottari videó spilakassaleikjum sem í boði eru. Leikurinn bíður upp á skemmtilega sögu könnuðsins Gonzalo Pizarro Y Alonso eða Gonzo og leit hans að fjársjóðnum El dorado. Leikurinn er ólíkur hefðbundnum spilakassaleikjum en hefur þrátt fyrir það orðið einn af ástsælustu leikjum Net ent fyrirtækisins og á sér marga aðdáendur.
Leikurinn hefst á skipi þar sem Gonzo kemur að rústum í Perú og hefst þá sagan sem er í 3-D útgáfu.
Snúningar í leiknum eru óvenjulegir þar sem 15 kubbar falla í 3 raðir og 5 dálka. Línur sem hægt er að vinna á eru 20. Ef spilarinn vinnur á línu þá hrynja allir kubbar sem voru á þeirri línu. Þetta er kallað snjóflóð og fleiri kubbar koma og fylla í skörðin sem myndast. Með hverju snjóflóði margfaldast vinningurinn, fyrst tvöfaldast hann og allt upp í fimmfalt. Með þessum fídusum er hægt að vinna stórt án þess að komast inn í bónusumferðirnar.
Mikilvægt er að fylgjast vel með tákni í leiknum sem er eins konar frjálst fall. Ef 3 slík koma upp þá fær spilarinn 10 fría snúninga. Margföldunin sem fæst með snjóflóðs fídusnum á meðan snúið er frítt þrefaldast sem þýðir að hægt er að vinna stórt.
Það er hægt að leggja mismikið undir í leiknum eða allt frá 0,01 evru og upp í max bet sem er 50 evrur. Að sjálfsögðu er takki sem kemur þér á þann stað á svipstundu.