Spila núna

Vikings treasure

Þegar kemur að spilakössum þá er þema þeirra oftast mjög mismunandi. Þó er vinsælt að búa til sögur í kringum víkinga og fjársjóðinn þeirra og það er nákvæmlega það sem Net ent hefur gert hérna. Sagan gerist á víkingaskipi þar sem spilarinn heimsækir mismunandi lönd til að finna fjársjóði. Þessu fylgir að sjálfsögðu dularfull norræn hljóð sem eiga að magna dulúðina.ef það er ekki eitthvað sem spilarinn hefur áhuga á þá má ýta á mute takkann. Leikurinn er hefðbundinn 5 hjóla með 15 línum til að veðja á. Táknin í leiknum eru líka byggð á víkingasögum þar sem skjöldur, exi, gullhjálmur og langskip eru meðal þess sem koma við sögu. Hægt er að spila leikinn fyrir 0,02 evrur á snúning en mest er hægt að leggja 37.5 evrur undir á snúning.

Það eru ekki margir sérstakir fídusar í leiknum en einn af þeim virkjast þegar spilarinn fær wild tákn á skjáinn. Wild táknið er merkt með víking sem er klár í bardaga og getur hann tekið gildi hvaða tákns sem er. Allir sigrar sem innihalda þetta tákn eru tvöfaldaðir og ef spilari fær 5 slík tákn þá vinnur hann gullpottinn. Scatter táknið í leiknum er hönd sem heldur á gullpening og skartgripum. Þegar þetta tákn kemur upp greiðir leikurinn út veðmálið margfaldað með ákveðinni tölu. 5 slík tákn 500 falda veðmálið. 3 slík tákn koma spilaranum líka inn í fría spilun í leiknum en upphaflega fær hann 15 fría snúninga þar sem allir vinningar eru þrefaldaðir.

Leikurinn er fínasta skemmtun þar sem sögusviðið er flott og tónlistin undir skemmir ekki fyrir. Leikurinn mætti þó bjóða upp á fleiri fídusa með bónusum og öðru sem laðar fleiri spilara að honum.